Eftirfarandi vörumerki eru í sölu hjá okkur

SNYRTIVÖRUR


Biotherm Í Pyreneean fjöllunum í Frakklandi eru lindir sem voru notaðar til heilsubaða til forna fyrir græðandi áhrif sín. Vatnið innihélt súlfur og önnur leyndardómsfull efni sem voru nefnd Thermal Plankton, sem er sérstaða merkisins í dag. Búin var til lítil laug sem fólk kom og baðaði sig í til lækninga. Vísindamenn fóru að hafa áhuga á vatninu. Thermal Plankton var efnagreint á síðustu öld. Það inniheldur ótrúlega mörg mikilvæg stein- og snefilefni.
Síðan var það ekki fyrr en árið 1950 sem kona að nafni Jeanine Marissal lyfjafræðingur ákvað að gefa kost á að nota þetta efni í snyrtivörum. Hún vildi gefa merkinu nafn sem einkenndi sérkenni merkisins: Bio = líf og Therm sem stendur fyrir Thermal Plankton
Biotherm = Uppspretta lífs fyrir húðina

*Flestar vörur Biotherm innihalda jafngildi 5000 L af SPA vatni í einni og sömu krukkunni
*Varan er stútfull af stein- og snefilefnum sem hafa mjög græðandi áhrif


FÖRÐUNARVÖRUR


Artdeco Artdeco er hágæða þýskt snyrtivörumerki og erum við með úrval förðunarvara frá þeim. Frábært verð er á vörunum.